top of page

Um okkur og verkefnið

Við heitum María Rós og Þórey Gréta og Þetta er lokaverkefnið okkar í 10. bekk í Sæmundarskóla árið 2016.

Við völdum að fjalla um hverjar eru helstu afleiðingar og orsakir heilaskaða af völdum áverka.

Mamma Maríu varð fyrir áverka tengdum heilaskaða árið 2012 þegar hún er að labba fyrir framan bílaumboðið Heklu þar sem bílstjóri fær hjartaáfall undir stýri og keyrir á kyrrstæðan bíl sem keyrir hana inn um rúðu á umboðinu.

Við erum búnar að vera góðar vinkonur lengi og stendur þetta málefni því okkur báðum nærri og langaði okkur bæði að kynna okkur málefnið betur sjálfar ásamt því að vekja athygli á því fyrir aðra. 

María Rós

Ég á afmæli 19 Júní og verð þá 16 ára. Hef mikinn áhuga á hestum og reyni að fara eins oft á hestbak og ég get.

Ég á mömmu sem varð fyrir heilaskaða.

Þórey Gréta

Ég á afmæli 3 apríl og er orðin 16 ára. Hef mikinn áhuga á að vera með vinum mínum og fjölskyldu. Við eigum 2 husky hunda sem ég elska útaf lífinu.

Ekki skilja heilan
eftir heima
bottom of page