top of page

Einkenni og afleiðingar heilaskaða

  • Heilinn er stjórnstöð líkamanns: og stýrir m.a hugsun, hegðun og tilfinningum. Þegar þessi starfsemi truflast getur einstaklingur setið uppi með varanlegan heilaskaða.

  • Áverkatengur heilaskaði: er misjafn á milli einstaklinga og fer eftir því hvað orsakaði skaðann, hvar staðsetning skaðans er og hversu mikil hann er.

Helstu einkenni og afleiðingar eru:

  • Skert einbeiting: eiga erfitt með að einbeita sér að mörgu í einu, erfitt  með einbeiningu í langan tíma, missir þráðinn í samtölum, eirðaleysi  og erfitt með að útiloka áreiti í umhverfinu.

  • Minnisskerðing: geta gleymt hlutum, gleymt að gera ýmis verk, gleymt hlutum eins og hvað það var að gera eða hvað það er að fara að gera, geta átt erfitt með að læra nýja hluti.  Yfirleit er ekki breyting á minningum löngu fyrir slys eða áfall.

  • Úthald, síþreyta og skertur vinnsluhraði: Skert líkamlegt og andlegt úthald. Þolir illa áreitti, margmenni, hávaða, þarf lengri tíma til að hugsa og lengri tíma fyrir úrvinnslu í heila og til að framkvæma hlutina.

  • Mál: Sumir þurf að læra að tala og eða skrifa að nýju eða hluta. Stafar oft af því að einstaklingur nær ekki að kalla fram orðin eða skilja hvað er sagt.

  • Önnur möguleg einkenni: höfuðverkur, verkir/taugaverkir, svimi, flog, kraft skerðing, truflun á skyni, svefntruflanir og samhæfingu vöðva.

  • Andlegir þættir: Kvíði, þunglindi, breytt geðslag, áfallastreituröskun eru beinar afleiðingar af skaða í heila.

Oft gleymist að heilaskaði af völdum áverka er varanleg fötlun.

Framheilaskaði veldur oft breytingum á :

  • Persónuleika.

  • Skertu  innsæisleysi, framtaks- og frumkvæðisleysi: Þá t.d skilur hann ekki af hverju hann mætir hindrunum alls staðar.

  • Hegðun og hugsun: Getur haft áhrif á hegðun og hugsun einstaklings. Getur komið t.d  fram í að gráta og hlægja án þess að ætla sér það, verður uppstökkur, gefast fljót upp, vera upptekinn af sjálfum sér, erfitt með að fara eftir reglum samfélagsins, skortir sjálfstraust og sjálfsvirðingu..

  • Að leysa og skipuleggja hluti getur verið erfiðara fyrir einstakling að leysa og  skipuleggja flókna hluti.

  • Einstaklingar sem fá framheilaskaða fá ekki viðeigandi meðferð, skilning og stuðning og er í miklum áhættuhópi hvað varðar geðræn vandamál, áhættuhegðun og að komast í kast við lögin.

bottom of page